Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2023

The void of Rat city

26. september, 2023

 

Screenshot 2023-09-27 at 10.55.50

 

Það er hola í vegnum á bakvið eldavélina.

Ég stíg þangað inn með vafasömum fæti,

inn að ókunnuguri borg.

Galdurinn á götunum vekur líkamlegt samkrull nagdýra og manna,

för sem fólk getur slegist í að vilja

og margir hafa núþegar tekið skrefið.

 

Allstórar, villtar tegundir af músaætt. 

Rattus Rattus.

Þar sem magurt og feitt kjöt sameinast

og samskeyti beinana grær í hnút. 

 

Ég stend enn á tveimur fótum.

Ég er ekki búinn að kynnast þeim nóg til þess að ummyndast.

Sum okkar eru hálf-breytt,

komin með þykkann hala og trýni

og augun liggja enn með ákveðinn lit

í kringum augasteinana. 

En önnur hafa gengið í gegnum ferlið,

full-loðin,

frá toppi til táar.

 

Þetta gerist allt í störukeppninni.

Þegar svörtu perlurnar rígfesta sjóninni inn í okkur

og grauta í heilanum.

Fruntalegt ferli,

en fólkið virðist vera ánægt að lokum,

Í leit að næstu sneið. 

 

 

 

 

cool




Andesít, Gabbró og Líparít

Skrifað 19. september, 2023

 

04670710015846408547606

RhyoliteUSGOV

Gabbro

 

Ég er leiddur inn að lautinni,

Ósýnileg hönd hljóðsins dregur mig þangað.

Það er það eina sem ég heyri, ásamt læknum og logninu.

Þetta er mosaþétt svæði, lokað inni af bergmyndum, í baug.

Þar situr strákurinn með hljóðfærið. 

Eins og steinn. 

Grár með hvítleiddum doppum.

dulkornóttur.

Sá sami sem ég heyrði í,

hinum megin við fjallið.

 

Ljúfu tónarnir heyrast betur hérna megin.

Demants-lungun standa fyrir sínu. 

Hann byrjaði að blása í stráið fyrir stuttu. 

og það er fínt að það taki ekki enda á næstunni.

Ég hlusta um stund en hin fyrirbærin fanga síðan athyglina.

Þau eru svipuð og strákurinn en ekki eins, 

aðrar týpur af svipuðu formi. 

Ein dýpri og basískari.

Hin hvítleidd og súr.

 

Þau eru líka sitjandi í lautinni en fyrir aftan mig,

þar sem lækurinn liggur. 

Þau tala um eitthvað sem ég næ ekki alveg að meðtaka:

Prósenta af kísilsýru og kalsínið í goslglerinu.

Þau virðast samt tala meira á hvort annað eða út á við.

Ómeðvituð umhverfinu og hlutunum í kring,

Horfa þau stóreygð upp í loft.

Eintómar fullyrðingar og engin mótsvör. 

Eins og Heyrnarlausar pallborðsumræður. 

 

Þrátt fyrir rembilætin á yfirborðinu

verður þetta aldrei andstyggilegt. 

Það ríkir ró yfir þeim

og virðing fyrir andrúmsloftinu í kring. 

Ég trúi því sem þau segja á milli sín 

og flýt áfram með samhengisleysinu.

Ég kinka kolli djarft án þess að þau sjá.

Ég er ekki til í þeirra heimi.

Bara áhorfandi. 



 


Laugardagur á Framnesvegi

Skrifað 12. September, 2023

 

sardinur-i-tomatsosu-sardina-ketchup-106-gr-620191 

 

Í Vesturbænum mæta þau öll í partý með hljómplötur og farangur úr fyrra lífi

og drekka vín úr beljum.

Á efstu hæð með engum svölum,

situr maður við vegglampann,

hjá bleiku gluggakistunni og stubbaskálinni,

í gærustól með glært glas á fæti.

 

Tvífari kynþokkunar, í buxum og belti í stíl.

Hann úthlutar upplýsingum og fróðleik

í blindu spjalli við fólkið í kring

en heyrir ekki í þeim fyrir kliðnum í sjálfum sér. 

Hann lifir í sínum eigin heimi,

með væntingar til yfirráða,

Sem hann gerir sér ekki grein fyrir. 

 

Hann lítur þvert yfir skarann,

enginn augu beinast að honum þrátt fyrir veglega staðsetningu.

Hann lítur áfram, upp, inneftir og í gegnum holuna í nýlagða parketinu.

Engin augu, bara göt. 

Kerfið fer í gang og þyngir hann jafn óðum.

Hann þekkir alla og engan í senn.

þrotið hefur stigmagnast í gegnum kvöldið,

núna fyrst tekur hann eftir því.

 

Augun hans reka að plötuspilaranum og þau fylgja hringrásinni.

“Spilaðu bara á ljúfu tónana vinur og leiktu í stíl”,

Hugsar hann með sér.

Vanlíðan eykst við tilhugsunina

og þráin fyrir breytingu.

 

“Er eitthvað til að éta?”

Hann smeygir sér, með örum vilja, framhjá fólkinu að eldhúsinu.

Hitastigið hefur hækkað um þónokkrar gráður, 

eins og eldur sé í húsinu. 

Mátulegt fyrir eldbökuðu afmælispítsuna, 

Sem liggur á boðstólnum.

 

Þar morar allt í fólki.

Enginn augu, bara göt.

 

Hann gælir við sig í miðri óreiðunni og fær sér bita af pítsunni.

“Sólþurrkaðir tómatar, Ég hata sólþurrkaða tómata”.

Þetta er ekki að hjálpa ástandinu.

 

Rýmið er pakkað eins og sardínudós,

Vitsugur í allar áttir.

Eins og í öfugri ljósstilífun tæmist úr súrefnisbyggðunum

og hann lítur upp í loft í leit að sólstöfum,

eftir einni sprungu í álinu.

 

leiðin verður skyndilega greið og kraftarverkskeflið er gripið.

 

Hann rífur sig í gang með vatnsglasi,

og leitar aftur inn í stofu.

En þar stendur hann síðan dempaður,

líkt og hljóðið í íbúðinni,

annað en hitt fólkið með boðandi andlitsgötin,

sem taka ekki eftir eldinum.

 

Eftir húllumhæið hoppar hann heim.

Drjúgur spölur -

en honum líður vel.

Hann var týndur þar

en til í Kópavogi.

 

cool




Blóðberg í kúamjólk barnanna

Skrifað 5. september, 2023

 

 DSC01854 copy

Á vinstri hönd er blóðbergið. 

Mórautt litbrigði fyrir ofan gatið,

falið frá augum fjarðarins

í skorningum Kiðabjarga.

 

Það blæðir niður skúmaskotin

í átt að steininum 

sem svífur í lausu lofti.

hann bíður eftir að falla útbyrðis,

Til að leysa fjötrana 

og verða frjáls. 

 

En eftirköstin kalla fram gól

Sem vekur upp grýluna,

hálfsofandi

við fjallsræturnar.

 

Í firringnum rekur hún út,

í átt að byggðum borgfirðinga,

og stelur öllu steini léttara

frá börnum bæjarins.

 

í næsta dal, 

hinum megin við fjallið,

Situr drengur í móa

og blæs í strá fyrir spörfuglana.

 

 

 cool 




Höfundur

Bjartur Elí Ragnarsson
Bjartur Elí Ragnarsson

næst skal ég sitja í þögn 

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband