Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Eg

10. október, 2023.

Comparative-yolk-sac-anatomy-of-the-zebrafish-Danio-rerio-human-Homo-sapiens-and_Q320

Egg í samþjöppuðum smáatriðum 

Í hnotskurn.

Í stað þess að henda skurn­inni er mælt með að þú nýt­ir hana frem­ur.

Búir til þitt eigið kalk­duft sem þú get­ur neytt og um leið sparað þér stór­fé.

Hálf te­skeið inni­held­ur um 400 mg af kalki. 

Vist­væn lausa­göngu­egg frá hæn­um sem hafa verið fóðraðar með góðu fóðri.

Eggjahvítuhvít ljósakróna,

jöfn og þægileg lýsing.




Gleðiverkfræði

26. september, 2023

 

twoheads2_grande_grande.jpeg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvíhöfða hænur 

valhoppa áfram í ljósið.

Með gleðiverkfærið í vængnum,

Vasaljós markmiðana. 

 

Takk fyrir síðast. 

Hvernig gekk að gera æfinguna?

Er eitthvað sem mætti bæta?

Var bjartsýni og von í aðalhlutverki?

 

Það er nefnilega þannig að ef við erum bjartsýn þá erum við heilsuhraustari 

og okkur gengur betur í námi og íþróttum.

Þá erum við líklegri að gefast ekki upp þegar það er erfitt.

Þekkið þið einhvern sem er alltaf bjartsýnn?

Er eitthvað í fari þessa einstaklings sem ykkur líkar við?

 

Bjartsýni er að trúa að allt það besta getur gerst.

Að allar áskoranir eiga lausn. 

Það er gott að vera meðvitaður um það,

jafnvel finna sér einhvern til þess að tala við.

Maður fattar kannski ekki strax hvert gulu kubbarnir fara,

en við elskum að vera verkfræðingar, 

með laus bindi um ennin.

Bara börn sem þurfa að æfa sig í tungumálum og samfélagsfræði 

og þegar það er allt klappað og klárt,

getum við loksins farið út úr húsi. 

 

Ég er á leið á hm í nóvember,

Spenntari en Stebbi stangastökkvari.

ég er svo góður í að verja boltann

Og grípa og svona.

En fyrst þarf ég að klára þetta verkefni. 

Þá má ég gera það sem mig langar. 

 

Ég ætla að biðja ykkur um að loka augunum og anda djúpt.

Ímyndaðu þér lífið eftir 15 ár

Hvað erum við að gera,

og hvernig líður okkur?

skrifaðu þetta niður á blað. 

Þið getið gert þessa æfingu með allri fjölskyldunni 

og skipst á að segja hvar við verðum.

Um leið erum við að æfa okkur í að vera bjartsýnari,

horfa fram á við.

Þá skuldar hann okkur hamingju.




The void of Rat city

26. september, 2023

 

Screenshot 2023-09-27 at 10.55.50

 

Það er hola í vegnum á bakvið eldavélina.

Ég stíg þangað inn með vafasömum fæti,

inn að ókunnuguri borg.

Galdurinn á götunum vekur líkamlegt samkrull nagdýra og manna,

för sem fólk getur slegist í að vilja

og margir hafa núþegar tekið skrefið.

 

Allstórar, villtar tegundir af músaætt. 

Rattus Rattus.

Þar sem magurt og feitt kjöt sameinast

og samskeyti beinana grær í hnút. 

 

Ég stend enn á tveimur fótum.

Ég er ekki búinn að kynnast þeim nóg til þess að ummyndast.

Sum okkar eru hálf-breytt,

komin með þykkann hala og trýni

og augun liggja enn með ákveðinn lit

í kringum augasteinana. 

En önnur hafa gengið í gegnum ferlið,

full-loðin,

frá toppi til táar.

 

Þetta gerist allt í störukeppninni.

Þegar svörtu perlurnar rígfesta sjóninni inn í okkur

og grauta í heilanum.

Fruntalegt ferli,

en fólkið virðist vera ánægt að lokum,

Í leit að næstu sneið. 

 

 

 

 

cool




Andesít, Gabbró og Líparít

Skrifað 19. september, 2023

 

04670710015846408547606

RhyoliteUSGOV

Gabbro

 

Ég er leiddur inn að lautinni,

Ósýnileg hönd hljóðsins dregur mig þangað.

Það er það eina sem ég heyri, ásamt læknum og logninu.

Þetta er mosaþétt svæði, lokað inni af bergmyndum, í baug.

Þar situr strákurinn með hljóðfærið. 

Eins og steinn. 

Grár með hvítleiddum doppum.

dulkornóttur.

Sá sami sem ég heyrði í,

hinum megin við fjallið.

 

Ljúfu tónarnir heyrast betur hérna megin.

Demants-lungun standa fyrir sínu. 

Hann byrjaði að blása í stráið fyrir stuttu. 

og það er fínt að það taki ekki enda á næstunni.

Ég hlusta um stund en hin fyrirbærin fanga síðan athyglina.

Þau eru svipuð og strákurinn en ekki eins, 

aðrar týpur af svipuðu formi. 

Ein dýpri og basískari.

Hin hvítleidd og súr.

 

Þau eru líka sitjandi í lautinni en fyrir aftan mig,

þar sem lækurinn liggur. 

Þau tala um eitthvað sem ég næ ekki alveg að meðtaka:

Prósenta af kísilsýru og kalsínið í goslglerinu.

Þau virðast samt tala meira á hvort annað eða út á við.

Ómeðvituð umhverfinu og hlutunum í kring,

Horfa þau stóreygð upp í loft.

Eintómar fullyrðingar og engin mótsvör. 

Eins og Heyrnarlausar pallborðsumræður. 

 

Þrátt fyrir rembilætin á yfirborðinu

verður þetta aldrei andstyggilegt. 

Það ríkir ró yfir þeim

og virðing fyrir andrúmsloftinu í kring. 

Ég trúi því sem þau segja á milli sín 

og flýt áfram með samhengisleysinu.

Ég kinka kolli djarft án þess að þau sjá.

Ég er ekki til í þeirra heimi.

Bara áhorfandi. 



 


Höfundur

Bjartur Elí Ragnarsson
Bjartur Elí Ragnarsson

næst skal ég sitja í þögn 

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband