27.9.2023 | 10:59
The void of Rat city
26. september, 2023
Það er hola í vegnum á bakvið eldavélina.
Ég stíg þangað inn með vafasömum fæti,
inn að ókunnuguri borg.
Galdurinn á götunum vekur líkamlegt samkrull nagdýra og manna,
för sem fólk getur slegist í að vilja
og margir hafa núþegar tekið skrefið.
Allstórar, villtar tegundir af músaætt.
Rattus Rattus.
Þar sem magurt og feitt kjöt sameinast
og samskeyti beinana grær í hnút.
Ég stend enn á tveimur fótum.
Ég er ekki búinn að kynnast þeim nóg til þess að ummyndast.
Sum okkar eru hálf-breytt,
komin með þykkann hala og trýni
og augun liggja enn með ákveðinn lit
í kringum augasteinana.
En önnur hafa gengið í gegnum ferlið,
full-loðin,
frá toppi til táar.
Þetta gerist allt í störukeppninni.
Þegar svörtu perlurnar rígfesta sjóninni inn í okkur
og grauta í heilanum.
Fruntalegt ferli,
en fólkið virðist vera ánægt að lokum,
Í leit að næstu sneið.
336 dagar til jóla
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skildi nú ekkert í þessari færslu enn vá! þessi rottu mús er nú svaka sæt. Flott færsla. Takk fyrir að deilameð okku þessu myndbandi Bjartur
-Kveðja Björgvin
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson, 28.9.2023 kl. 12:03
besta rodent content sem ég veit!!
Elín Elísabet Einarsdóttir, 5.10.2023 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.