Leita í fréttum mbl.is

Blóðberg í kúamjólk barnanna

Skrifað 5. september, 2023

 

 DSC01854 copy

Á vinstri hönd er blóðbergið. 

Mórautt litbrigði fyrir ofan gatið,

falið frá augum fjarðarins

í skorningum Kiðabjarga.

 

Það blæðir niður skúmaskotin

í átt að steininum 

sem svífur í lausu lofti.

hann bíður eftir að falla útbyrðis,

Til að leysa fjötrana 

og verða frjáls. 

 

En eftirköstin kalla fram gól

Sem vekur upp grýluna,

hálfsofandi

við fjallsræturnar.

 

Í firringnum rekur hún út,

í átt að byggðum borgfirðinga,

og stelur öllu steini léttara

frá börnum bæjarins.

 

í næsta dal, 

hinum megin við fjallið,

Situr drengur í móa

og blæs í strá fyrir spörfuglana.

 

 

 cool 




Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjartur Elí Ragnarsson
Bjartur Elí Ragnarsson

næst skal ég sitja í þögn 

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband