13.9.2023 | 11:02
Blóðberg í kúamjólk barnanna
Skrifað 5. september, 2023
Á vinstri hönd er blóðbergið.
Mórautt litbrigði fyrir ofan gatið,
falið frá augum fjarðarins
í skorningum Kiðabjarga.
Það blæðir niður skúmaskotin
í átt að steininum
sem svífur í lausu lofti.
hann bíður eftir að falla útbyrðis,
Til að leysa fjötrana
og verða frjáls.
En eftirköstin kalla fram gól
Sem vekur upp grýluna,
hálfsofandi
við fjallsræturnar.
Í firringnum rekur hún út,
í átt að byggðum borgfirðinga,
og stelur öllu steini léttara
frá börnum bæjarins.
í næsta dal,
hinum megin við fjallið,
Situr drengur í móa
og blæs í strá fyrir spörfuglana.
336 dagar til jóla
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.